Veltibíllinn er í eigu Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna. Hekla útvegar bíl í verkefnið.


Bindindisfélag ökumanna var stofnað 29. september 1953. Megin tilgangur félagsins hin síðari ár hefur verið að stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega þá að draga úr ölvunarakstri. Félagið hefur til margra ára staðið fyrir Ökuleikni, og einnig hjólreiðakeppni. Þá er aukin bílbeltanotkun eitt af aðalmarkmiðum félagsins. Í maí 2005 var nafni félagsins breytt í Brautin – bindindisfélag ökumanna.
www.brautin.is


Samstarfsaðilar

HEKLA er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig i sölu og þjónustu á bílum og vélum. Markmið félagsins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar. HEKLA er umboðsaðili framleiðenda sem þekktir eru um allan heim fyrir gæði og áreiðanleika, þar á meðal eru Volkswagen, Audi, Skoda, Mitsubishi, Scania, Caterpillar, Hiab og Goodyear.
HEKLA var stofnuð árið 1933 af Sigfúsi Bjarnasyni.
www.hekla.is

Aðrir samstarfsaðilar eru Eimskip, Aðalskoðun, KFC, Góa, Orkan og BYKO.