Veltibíllinn er í eigu Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna. Fyrsti veltibíllinn í íslenskri eigu kom til landsins árið 1995. Bíllinn var af gerðinni VW Golf en kerran var smíðuð á Íslandi. Síðan þá hefur fjórum sinnum verið skipt um bíl. Árið 2000, 2005, 2010 og 2015.

Veltibíllinn hefur í gegnum tíðina haft mikið aðdráttarafl og hefur enn. Það er vinsælt að fá bílinn í heimsókn í skóla, félagsmiðstöðvar, fyrirtæki, verslanir, hátíðir og fleira. Síðan 1995 hafa 350.000 manns prófað bílinn. 

Samstarfsaðilar Brautarinnar eru Hekla, Eimskip, Aðalskoðun, KFC, Góa, Orkan og BYKO. Þá styrkti Minningarsjóður Lovísu Hrundar einnig smíði bílsins.

Á þessari síðu er hægt að fá upplýsingar um bílinn og eigendur hans. Myndir af bílnum eru á Facebook síðunni.