Veltibíllinn er í eigu Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna. Fyrsti veltibíllinn í íslenskri eigu kom til landsins árið 1995. Bíllinn var af gerðinni VW Golf en kerran var smíðuð á Íslandi. Síðan þá hefur fimm sinnum verið skipt um bíl. Árið 2000, 2005, 2010, 2015 og 2020.

Veltibíllinn hefur í gegnum tíðina haft mikið aðdráttarafl og hefur enn. Það er vinsælt að fá bílinn í heimsókn í skóla, félagsmiðstöðvar, fyrirtæki, verslanir, hátíðir og fleira. Síðan 1995 hafa 365.000 manns prófað bílinn. 

Samstarfsaðilar Brautarinnar eru Hekla, Eimskip, Aðalskoðun, KFC, Góa, Orkan og BYKO. Þá styrkti Minningarsjóður Lovísu Hrundar einnig smíði bílsins.

Myndir af bílnum eru á Facebook síðunni.